Fréttir

Opnir dagar 5.-7. mars

Næstu þrjá daga verða opnir dagar í VA. Hefðbundið skólastarf verður þá brotið upp og nemendur fara í ýmsa hópa sem þeir hafa valið sér. Alla dagana verður hópastarf frá kl.8:30 til kl. 11:00, matur frá kl.11:30-kl. 12:30 og hópastarf frá kl.12:30 – kl. 14:00.
Lesa meira

Námsstyrkir í málm- og rafiðngreinum

Fimm nemendur fengu námsstyrk í málm- og rafiðngreinum fyrir góðan námsárangur frá Samfélagssjóði Alcoa í Bandaríkjunum, Háskólans í Reykjavík, Verkmenntaskóla Austurlands og Austurbrúar. Syrkhafar eru: Jónas Bragi Hallgrímsson, Lazar Nikolic, Þórarinn Elí Helgason, Guðbjartur Freyr Gunnarsson, Stefán Bragi Birgisson
Lesa meira

Bréf skólameistara vegna verkfallsboðunar

Smellið á fyrirsögnina til að lesa bréfið.
Lesa meira

Heimsókn nemenda í 10.bekk

Nemendur í 10. bekk í grunnskólum Fjarðabyggðar, Djúpavogs og Breiðdalsvíkur heimsóttu VA í gær. Fengu þau kynningu á skólanum hjá námsráðgjafa og áfangastjóra. Einnig kynntu nemendafélagið, leikfélagið og íþróttaakademían starfsemi sína. Krakkarnir fóru svo í heimsókn í kennslustundir í verk- og bóknámi í fylgd með útskriftarnemendum. Að lokum fóru svo allir að sjá Litlu hryllingsbúðina í Egilsbúð. VA þakkar þessum góðu gestum kærlega fyrir komuna.
Lesa meira

Fræðsluþing Vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum

Fræðsluþing Vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum var haldið í Nesskóla í gær. Til stóð að halda þingið í VA en upp kom það jákvæða vandamál að mikið fleiri skráðu sig en reiknað var með og var því aðstaða VA til að hýsa þennan viðburð löngu sprungin. Alls mættu 120 manns og kom það fram hjá fyrirlesurum að þetta væri best sótta fræðsluþingið á landsbyggðinni. Þingið var haldið á Reyðarfirði í haust og því er þetta í annað sinn sem það er haldið í Fjarðabyggð. Ekki stóð til að halda þingið aftur í Fjarðabyggð en vegna frumkvæðis VA var það gert og miðað við mætingu var full þörf á því.
Lesa meira

Tvær sýningar að baki en margar sýningar eftir.

Nú eru tvær sýningar að baki á Litlu hryllingsbúðinni. Sýningarnar hafa fengið mjög góða dóma hjá áhorfendum m.a. á samskiptamiðlum. Sex sýningar eru eftir og sú næsta er á morgun, miðvikudag, kl. 20:00. Er fólk hvatt til að tryggja sér miða í tíma - sjá nánar meðfylgjandi auglýsingu.
Lesa meira

Fræðsluþing Vitundarvakningar um ofbeldi gegn börnum

Kennsla fellur niður frá kl.14:10 í dag, þriðjudaginn 25.febrúar, þar sem starfsfólk skólans sækir fræðsluþing Vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum.
Lesa meira

Litla hryllingsbúðin

Litla hryllingsbúðin verður frumsýnd á laugardaginn (sjá meðfylgjandi auglýsingu). Smellið endilega á fyrirsögnina og lesið ávarp skólameistara sem er tekið úr leikskrá sýningarinnar:
Lesa meira

Gaulið 2014

Föstudagskvöldið 7.febrúar var Gaulið haldið, undankeppni fyrir Söngkeppni framhaldsskólanna. Sigurbjörg Ingvarsdóttir Hraundal og Katrín Lilja Sigurjónsdóttir tóku þátt í sitthvoru lagi og tóku þær einnig eitt lag saman. Dómarar voru Jón Hilmar Kárason, Soffía Björgúlfsdóttir og Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir. Eftir erfiða ákvörðun dómara stóð Katrín Lilja Sigurjónsdóttir uppi sem sigurvegari og mun hún taka þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna í apríl. Við óskum henni góðs gengis og þökkum öllum þeim sem komu að Gaulinu og þeim sem mættu.
Lesa meira

Skólaheimsóknir Í grunnskólana á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði

Í morgun fóru 30 nemendur í Listaakademínu (LÍA), Íþróttaakademínu (ÍÞA) og uppeldisfræði í heimsókn Í grunnskólana á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. Með í för voru kennarar í þessum áföngum auk skólameistara og námsráðgjafa. Nemendur í ÍÞA settu upp þrautabrautir sem grunnskólanemendur spreyttu sig á. Nemdur í LÍA fóru í ýmiskonar leiklistarleiki með nemendum af unglinga- og miðstigi. Uppeldisfræðin sá um kennslu á yngsta stigi ásamt því sem farið var í ýmsa leiki.
Lesa meira