Fréttir

Upphaf vorannar

Skóli hefst þriðjudaginn 7.janúar. Þennan fyrsta skóladag verður kennt samkvæmt hraðtöflu. Taflan kemur inn á heimasíðuna á mánudaginn en nemendur geta einnig nálgast hana hjá ritara. Rútuferðir eru samkvæmt áætlun Fjarðabyggðar. Opnað verður fyrir stundatöflur í Innu á mánudagsmorguninn. Heimavistin opnar á mánudaginn og verða skólameistari og heimavistarstjóri með fund með heimavistarbúum í kvöldmatartímanum kl.18 -19. Mötuneytið opnar á miðvikudaginn fyrir aðra en heimavistarbúa. Mikilvægt er að nemendur skrái sig í mat hjá ritara á þriðjudaginn. Endilega hafið samband við skrifstofu skólans ef frekari upplýsinga er þörf.
Lesa meira

Skrifstofan opnar föstudaginn 3. janúar kl.10:00 og kennsla hefst þriðudaginn 7. janúar

Nánari upplýsingar koma þegar nær dregur upphafi vorannar.
Lesa meira

Knapamerkjanámskeið

Hestamannafélagið Blær og Verkmenntaskóli Austurlands munu standa fyrir námskeiði í knapamerkjum 1 og 2 á vorönn 2014. Kennari verður Ragnheiður Samúelsdóttir og verður kennt í nokkrum helgarlotum, frá föstudegi til sunnudags. Námið er bæði bóklegt og verklegt og lýkur með prófi, nánari upplýsingar má sjá á www.knapamerki.is.
Lesa meira

VA mætir Menntaskólanum við Sund

Dregið hefur verið í viðureignir fyrir fyrri umferð Gettu betur á Rás 2 sem fram fer í janúar. Þrjátíu skólar sóttu um að taka þátt í keppninni sem verður undir stjórn Björns Braga Arnarsonar, nýs spyrils í Gettu betur. Fimmtán viðureignir verða í fyrri umferð á Rás 2 en 8 sigurlið fara áfram í sjónvarpshluta keppninnar sem hefst föstudaginn 31.janúar. Þau Steinþór Helgi Arnsteinsson og Margrét Erla Maack nýjir spurningahöfundar og dómarar í Gettu betur og fulltrúar nemenda í stýrihópi, Birna Ketilsdóttir Schram, MR og Úlfar Viktorsson úr Kvennaskólanum mættu í Síðdegisútvarpið á Rás 2 og drógu með hefðbundnum hætti í viðureignir í fyrri umferð keppninnar á Rás 2 sem hefst laugardaginn 11.janúar. Drátturinn fór sem hér segir: Fyrri umferð á Rás 2 lau 11.janúar 13:00 Verkmenntaskóli Austurlands og Menntaskólinn við Sund 13:30 Verzlunarskóli Íslands og Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 14:00 Fjölbrautaskóli Snæfellinga og Landbúnaðarh., Búfræðideild 14:30 Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ og Fjölbrautaskóli Norðurl.Vestra sun 12.janúar 13:00 Borgarholtsskóli og Flensborgarskólinn í Hafnarfirð 13:30 Menntaskólinn í Kópavogi og Frhaldssk. Í Vestmannaeyjum 14:00 Tækniskólinn og Fjölbrautaskóli Suðurlands 14:30 Iðnskólinn Hafnarfirði og Menntaskólinn á Ísafirði laug 18.janúar 13:00 Fjölbrautaskólinn í Garðabæjar og Menntaskólinn að Laugarvatni 13:30 Menntaskólinn í Reykjavík og Fjölbrautaskólinn við Ármúla 14:00 Menntaskólinn við Hamrahlíð og Framhaldsskólinn á Húsavík 14:30 Menntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn á Tröllaskaga sun 19.janúar 13:00 Menntaskóli Borgarfjarðar og Framhaldss.í A Skaftafellssýslu 13:30 Fjölbrautaskóli Suðurnesja og Menntaskólinn á Egilsstöðum 14:00 Kvennaskólinn í Reykjavík og Fjölbrautas.Vesturl. á Akranesi
Lesa meira

Dregið verður í fyrstu umferð Gettu betur þriðjudaginn 17.des..

Umsóknartími vegna þátttöku í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur 2014 er nú liðinn. Alls tilkynntu 30 skólar að þeir myndu senda lið til keppninnar á þessum vetri en það eru álíka mörg keppnislið og tekið hafa þátt í þessari viðureign á undanförnum árum. Dregið verður í fyrstu umferð keppninnar í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 þann 17.des. að loknum fréttum kl 16, en fyrstu tvær umferðir keppninnar fara fram á Rás 2 í janúarmánuði á nýju ári. Fulltrúi nemenda í stýrihópi keppninnar og annar tveggja spurningahöfunda munu sjá um dráttinn eins og verið hefur undanfarin ár.
Lesa meira

Myndir frá jólastund

Á dögunum var falleg jólastund hjá nemendum og starfsfólki. Myndirnar tala sínu máli en þær er að finna í mydasafninu hér á síðunni http://www.va.is/is/skolatorg/myndasafn/jolastund-2013
Lesa meira

VA og Comenius í Þýskalandi.

Verkmenntaskóli Austurlands og Max Plankt Gymnasium í Trier í Þýskalandi hafa nýlega lokið tveggja ára samstarfsverkefni sem bar heitið: Landbúnaður á krossgötum. Hvernig breytum við heiminum? Verkefnið var kostað af Comeniusaráætluninni. Samstarfsskólar VA á Íslandi voru FAS og ME. Verkefnið hófst haustið 2011 og verkefnisstjóri var Þórður Júlíusson, kennari og skólameistari í VA. Þá haustönn var komið á tengslum milli 22 íslenskra nemenda og 23 þýskra jafnaldra þeirra. Í báðum löndum unnu hóparnir að verkefnum tengdum landbúnaði. Í lok febrúar 2012 fóru svo Íslendingarnir í heimsókn til Trier í Þýskalandi og dvöldu þar í 12 daga. Dagskráin var vörðuð heimsóknum í fyrirtæki, skoðunarferðum og samstarfi við þýsku nemana. Íslendingarnir dvöldu allir á heimilum jafnaldra sinna. Fararstjórar voru: Þórður Júlíusson úr VA og Hjördís Skírnisdóttir úr FAS. Í lok ágúst 2012 komu svo þjóðverjarnir í hálfs mánaðar heimsókn til Íslands. Tekið var veglega á móti þeim í FAS, VA og ME. Skipulag þessarar heimsóknar hvíldi mikið á reynsluboltanum Sigrúnu Árnadóttur, kennara í ME auk Þórðar og Hjördísar. Þetta samstarf skilaði miklum árangri. Margt mætti upp telja sem þjálfast í slíku verkefni. Félagsfærni, sjálfstæði, öguð vinnubrögð, tungumálafærni, aukin þekking á háttum annarrar þjóðar auk betri skilnings á þema verkefnisins – landbúnaði og iðnaði tengdum honum. Verkefnið mun lifa lengi í huga nemendanna og reynslan af því skila sér í aukinni hæfni til lífstíðar. Eftirfarandi texti er tekinn úr verkefnislýsingunni: Landbúnaður: skortur og ofgnótt, neysluvenjur og mistök. Þetta gæti verið fyrirsögn á frétt í upphafi 21. aldar. Andstæðurnar sem valda neytendum, bændum og þjóðfélögum áhyggjum gætu ekki verið meiri. Fjöldi þeirra sem ástunda rangar neysluvenjur vex á heimsvísu. Í N-Ameríku og V-Evrópu deyr u.þ.b. ein milljón manna úr offitu á ári hverju. Þar á móti skapa hungur, vannæring og skortur á drykkjarvatni mestu hætturnar í fátækustu löndunum. Næringin er orðin vandamál fyrir marga, of lítið, of mikið og of óhollt. Til að tryggja heilbrigða næringu er mælt með að rækta og framleiða lífræna tegundamiðaða fæðu á eins hagkvæman hátt og auðið er og koma henni á markaðinn í nauðsynlegu magni og á viðráðanlegu verði. En hvernig virkar samspilið á milli landbúnaðar og neytenda? Hvaða markaðs- og pólitísku öflum eru bændur háðir? Matvælaiðnaðinum? Versluninni? Hvernig skilgreinir landbúnaðurinn sig á heimaslóðum og á heimsvísu? Þessari spurningu leitast þetta samstarfsverkefni við að svara. Það ber titilinn " Agrarwirtschaft im Wandel - Wie wir die Welt bewegen" - Landbúnaður á krossgötum -Hvernig breytum við heiminum?" Rannsóknarsvæðið nær til tveggja landa; Þýskalands og Íslands, sem tilheyra mismunandi loftslags- og landsvæðum Evrópu. Samhengið á milli náttúru, menningar og viðskiptasvæða í Þýskalandi og Íslandi er skoðað en einnig á heimaslóðum verður verkefnið greint og gert gagnsætt með eigin rannsóknarvinnu og heimsóknum í fyrirtæki. Nemendurnir vinna verkefnamiðað með hliðsjón af Evrópskum sjónarmiðum með það að markmiði að skilgreina hlutverk mannsins, sem ákvarðandi aðila í virðiskeðju landnýtingar þar sem hagkerfið og umhverfisvernd takast á.
Lesa meira

Fallegasta orðið í VA

Í tilefni af degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember var fallegasta orðið í VA valið. Niðurstaðan var eftirfarandi: Fyrsta sæti – Ljósmóðir, annað sæti – Kærleikur og mamma og þriðja sæti – Gull, mjöll, ást, foss og hugfangin.
Lesa meira

Rútuferðir frá VA á prófatíma

Rútan fer frá VA kl. 10:40 alla daga nema föstudaginn 6. des. þá fer rútan kl. 11:10. Með fyrirvara um breytingar, fylgist með á heimasíðunni daglega. Aðrar ferðir eru samkv. tímaplani Fjarðabyggðar.
Lesa meira