10.04.2014
Nemar í JAR 103 fóru í vettvangsferð inn í Norðfjarðargöng. Farið var inn úr Fannardal en þar eru göngin orðin um 250 m löng á móti því að búið er að sprengja tæpan kílómetra frá Eskifirði. Ófeigur Ófeigsson, jarðfræðingur og Guðmundur Björnsson, tæknifræðingur tóku vel á móti hópnum og að sjálfsögðu voru öll eyru opin þegar þeir félagar útskýrðu flókna hluti tengdum jarðfræði og verkfræði.
Áður hafði Birgir Jónsson, jarðverkfræðingur, komið í heimsókn í VA og flutt fyrirlestur um jarðgöngin.
Það má segja að jarðgangagerðin sé hvalreki á fjörur jarð- og tæknifræðikennslu í VA. Að komast inn í fjallið og sjá jarðlögin í brotsárinu, tæknina á notkun og fræðast af mönnum á vettvangi er ómetanlegt. Á meðfylgjandi myndum má sjá hópinn og brotsárið í stafin ganganna.
VA þakkar Hnit/verkfræðistofu kærlega fyrir móttökurnar.
Lesa meira
09.04.2014
Nemar í næringarfræði í VA fóru í lífsstílsgöngu í góða veðrinu í morgun. Kveikjan að göngunni var viðtal við Önnu Sigríði Ólafsdóttur, næringarfræðings í morgunútvarpi RUV. Nemendur greindu viðtalið þar sem rætt var um kúra. Niðurstaðan var þessi í grófum dráttum:
Skpta má kúrum í þrennt: Matarkúra, föstukúra og lífsstílskúra.
• Matarkúrar og föstukúrar virka illa til framtíðar.
• Lífsstílskúrar eru líklegri til langtímaárangurs.
• Mikilvægt að hafa jafnvægi milli næringar og hreyfingar.
• Meira grænmeti.
• Meiri fræðslu til neytenda.
• Burt með óþarfa og ósóma.
Í lífsstílsílsgöngunni var „lífsstílstréð“ reist, eins og sjá má á myndinni, sem tákn um staðfestu nemendanna.
Lesa meira
08.04.2014
Smellið á fyrirsögnina til að lesa bréf skólameistara þar sem farið er yfir fyrirkomulag kennslu og prófa á næstu vikum.
Lesa meira
07.04.2014
Á morgun, Þriðjudaginn 8. apríl, kl. 10:30 verður fundur skólameistara með nemendum í stofu 1 þar sem farið verður yfir skipulag kennslu og prófa á næstu vikum.
Lesa meira
07.04.2014
Skólameistari fundar í dag ásamt öðrum skólameisturum með embættismönnum menntamálaráðuneytis um fyrirkomulag kennslu og prófa að loknu verkfalli. Í framhaldi af því mun skólameistari funda með starfsfólki skólans . Upplýsingar um fyrirkomulag kennslu og prófa á næstu vikum verða kynntar nemendum og forráðarmönnum á morgun - þriðudaginn 8.apríl.
Lesa meira
04.04.2014
Verkfalli hefur verið frestað. Skrifað hefur verið undir kjarasamning. Frekari upplýsingar um fyrirkomulag kennslu og prófa á næstu vikum verða birtar um leið og þær liggja fyrir.
Lesa meira
04.04.2014
Margt bendir til að samningar takist í dag í kjaradeilu framhaldsskólakennara við ríkisvaldið. Nemendur og forráðarmenn eru hvattir til að fylgjast með fréttum. Reiknað er með að kennsla hefjist á mánudaginn skv. stundaskrá verði verkfalli aflýst. Frekari upplýsingar um fyrirkomulag kennslu og prófa á næstu vikum verða birtar um leið og þær liggja fyrir.
Lesa meira
20.03.2014
Tæknidegi fjölskyldunnar sem halda átti í Verkmenntaskóla Austurlands laugardaginn 29. mars nk., er frestað um óákveðinn tíma vegna verkfalls framhaldsskólakennara.
Lesa meira
17.03.2014
Í ljósi þess að verkfall framhaldsskólakennara, sem var boðað frá og með 17. mars, er nú komið til framkvæmda eru nemendur og forráðarmenn hvattir til að fylgjast vel með fréttum af gangi samningaviðræðna. Verði breytingar á þeirri stöðu sem nú er upp komin koma upplýsingar um það á heimasíðu VA um leið og þær berast.
Lesa meira
17.03.2014
Námsframboð haustannar 2014 er komið á heimasíðu VA. Stefnt er að valdegi í VA miðvikudaginn 2. apríl nk. Námsframboðið er að finna undir flipanum Námið.
Innritun eldri nemenda sem ekki eru í VA fer fram dagana 4. apríl – 31. maí. Eldri nemendur geta sótt um á Menntagátt eða með því að skrá umsókn sína hér á heimasíðunni undir undir flipanum Námið.
Nú stendur einnig yfir forinnritun nemenda í 10. bekk og lýkur henni föstudaginn 11. apríl. Þessir nemendur sækja um á www.menntagatt.is
Lesa meira