Fréttir

Dregið verður í fyrstu umferð Gettu betur þriðjudaginn 17.des..

Umsóknartími vegna þátttöku í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur 2014 er nú liðinn. Alls tilkynntu 30 skólar að þeir myndu senda lið til keppninnar á þessum vetri en það eru álíka mörg keppnislið og tekið hafa þátt í þessari viðureign á undanförnum árum. Dregið verður í fyrstu umferð keppninnar í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 þann 17.des. að loknum fréttum kl 16, en fyrstu tvær umferðir keppninnar fara fram á Rás 2 í janúarmánuði á nýju ári. Fulltrúi nemenda í stýrihópi keppninnar og annar tveggja spurningahöfunda munu sjá um dráttinn eins og verið hefur undanfarin ár.
Lesa meira

Myndir frá jólastund

Á dögunum var falleg jólastund hjá nemendum og starfsfólki. Myndirnar tala sínu máli en þær er að finna í mydasafninu hér á síðunni http://www.va.is/is/skolatorg/myndasafn/jolastund-2013
Lesa meira

VA og Comenius í Þýskalandi.

Verkmenntaskóli Austurlands og Max Plankt Gymnasium í Trier í Þýskalandi hafa nýlega lokið tveggja ára samstarfsverkefni sem bar heitið: Landbúnaður á krossgötum. Hvernig breytum við heiminum? Verkefnið var kostað af Comeniusaráætluninni. Samstarfsskólar VA á Íslandi voru FAS og ME. Verkefnið hófst haustið 2011 og verkefnisstjóri var Þórður Júlíusson, kennari og skólameistari í VA. Þá haustönn var komið á tengslum milli 22 íslenskra nemenda og 23 þýskra jafnaldra þeirra. Í báðum löndum unnu hóparnir að verkefnum tengdum landbúnaði. Í lok febrúar 2012 fóru svo Íslendingarnir í heimsókn til Trier í Þýskalandi og dvöldu þar í 12 daga. Dagskráin var vörðuð heimsóknum í fyrirtæki, skoðunarferðum og samstarfi við þýsku nemana. Íslendingarnir dvöldu allir á heimilum jafnaldra sinna. Fararstjórar voru: Þórður Júlíusson úr VA og Hjördís Skírnisdóttir úr FAS. Í lok ágúst 2012 komu svo þjóðverjarnir í hálfs mánaðar heimsókn til Íslands. Tekið var veglega á móti þeim í FAS, VA og ME. Skipulag þessarar heimsóknar hvíldi mikið á reynsluboltanum Sigrúnu Árnadóttur, kennara í ME auk Þórðar og Hjördísar. Þetta samstarf skilaði miklum árangri. Margt mætti upp telja sem þjálfast í slíku verkefni. Félagsfærni, sjálfstæði, öguð vinnubrögð, tungumálafærni, aukin þekking á háttum annarrar þjóðar auk betri skilnings á þema verkefnisins – landbúnaði og iðnaði tengdum honum. Verkefnið mun lifa lengi í huga nemendanna og reynslan af því skila sér í aukinni hæfni til lífstíðar. Eftirfarandi texti er tekinn úr verkefnislýsingunni: Landbúnaður: skortur og ofgnótt, neysluvenjur og mistök. Þetta gæti verið fyrirsögn á frétt í upphafi 21. aldar. Andstæðurnar sem valda neytendum, bændum og þjóðfélögum áhyggjum gætu ekki verið meiri. Fjöldi þeirra sem ástunda rangar neysluvenjur vex á heimsvísu. Í N-Ameríku og V-Evrópu deyr u.þ.b. ein milljón manna úr offitu á ári hverju. Þar á móti skapa hungur, vannæring og skortur á drykkjarvatni mestu hætturnar í fátækustu löndunum. Næringin er orðin vandamál fyrir marga, of lítið, of mikið og of óhollt. Til að tryggja heilbrigða næringu er mælt með að rækta og framleiða lífræna tegundamiðaða fæðu á eins hagkvæman hátt og auðið er og koma henni á markaðinn í nauðsynlegu magni og á viðráðanlegu verði. En hvernig virkar samspilið á milli landbúnaðar og neytenda? Hvaða markaðs- og pólitísku öflum eru bændur háðir? Matvælaiðnaðinum? Versluninni? Hvernig skilgreinir landbúnaðurinn sig á heimaslóðum og á heimsvísu? Þessari spurningu leitast þetta samstarfsverkefni við að svara. Það ber titilinn " Agrarwirtschaft im Wandel - Wie wir die Welt bewegen" - Landbúnaður á krossgötum -Hvernig breytum við heiminum?" Rannsóknarsvæðið nær til tveggja landa; Þýskalands og Íslands, sem tilheyra mismunandi loftslags- og landsvæðum Evrópu. Samhengið á milli náttúru, menningar og viðskiptasvæða í Þýskalandi og Íslandi er skoðað en einnig á heimaslóðum verður verkefnið greint og gert gagnsætt með eigin rannsóknarvinnu og heimsóknum í fyrirtæki. Nemendurnir vinna verkefnamiðað með hliðsjón af Evrópskum sjónarmiðum með það að markmiði að skilgreina hlutverk mannsins, sem ákvarðandi aðila í virðiskeðju landnýtingar þar sem hagkerfið og umhverfisvernd takast á.
Lesa meira

Fallegasta orðið í VA

Í tilefni af degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember var fallegasta orðið í VA valið. Niðurstaðan var eftirfarandi: Fyrsta sæti – Ljósmóðir, annað sæti – Kærleikur og mamma og þriðja sæti – Gull, mjöll, ást, foss og hugfangin.
Lesa meira

Rútuferðir frá VA á prófatíma

Rútan fer frá VA kl. 10:40 alla daga nema föstudaginn 6. des. þá fer rútan kl. 11:10. Með fyrirvara um breytingar, fylgist með á heimasíðunni daglega. Aðrar ferðir eru samkv. tímaplani Fjarðabyggðar.
Lesa meira

Bókasafnið og próflestur

Nemendur geta notað bókasafnið til próflestrar eftirfarandi daga til kl.19:00: Mið.4.og fim.5.des., mán.9.-fim.12.des. og mán.16.des. Á föstudögum til kl.15:30
Lesa meira

Nemendasýning í Þórsmörk

Myndir frá sýningunni í Þórsmörk er komnar i myndasafnið hér á síðunni. Sýningin var glæsileg í alla staði og vel sótt. Annars tala myndirnar sínu máli. Sjá nánar á http://www.va.is/is/skolatorg/myndasafn/nemendasyning-i-thorsmork?page=1
Lesa meira

Vettvangsferð SAG 383 (saga Austurlands)

Fimmtudaginn 21. nóvember héldu nemendur í SAG 383 í vettvangsferð til Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Í námsáfanganum er fjallað um sögu Austurlands og var tilgangur ferðarinnar að heimsækja athyglisverða sögustaði og söfn. Fyrst var haldið út á Fögrueyri við Fáskrúðsfjörð og rústir þýsku hvalstöðvarinnar sem þar var reist árið 1903 skoðaðar. Þvínæst var ekið inn á Búðir og húsin sem tengjast sögu Frakka á staðnum skoðuð. Þar stendur húsið Grund sem upphaflega var reist árið 1897 sem sjúkraskýli og eins er verið að endurreisa franska spítalann sem hóf móttöku sjúklinga árið 1905. Eins er unnið að endurbótum á læknishúsinu sem reist var árið 1906. Þegar lokið var við að berja húsin augum var haldið út að Krossum þar sem 49 franskir og belgískir sjómenn liggja grafnir. Þá var röðin komin að indælu vöfflukaffi sem Sigrún Ragnarsdóttir bauð upp á. Haldið var til Reyðarfjarðar og Stríðaárasafnið heimsótt. Þar voru stríðsminjarnar skoðaðar af athygli enda stríðsárin áhugavert tímabil í austfirskri sögu. Á Eskifirði var byrjað á að heimsækja Sjóminjasafn Austurlands og Randulffssjóhús sem er gott dæmi um síldveiðistöð frá síldveiðitíma Norðmanna á síðari hluta 19. aldar. Þá var haldið út með Reyðarfirði að norðanverðu, staldrað við neðan við Helgustaðanámuna og við rústir hvalstöðvarinnar á Svínaskálastekk. Síðan voru skoðaðar aðstæður á Útstekk við Stóru-Breiðuvík en þar var höfuðverslun Austfirðinga allan einokunartímann.
Lesa meira

Mikið framundan í félagslífinu

Nemendur eru hvattir til að kynna sér dagskrána inn á fb síðu NÍVA.
Lesa meira

Nemenda sýning

Í kvöld, miðvikudagskvöld, kl.19:30 - 22:00 verða hárgreiðslunemar með sýningu í Þórsmörk á Norðfirði. Tónlistarhópur VA mun stiga á stokk . Þema sýningarinnar eru kvikmyndir m.a Cry Baby, Mamma Mía og La Bamba.
Lesa meira