16.03.2014
Ekki tókst að afstýra verkfalli framhaldsskólakennara. Verkfall framhaldsskólakennara hefst á morgun, mánudaginn 17.mars, og kennsla fellur því niður í framhaldsskólum landsins. Viðræður hafa staðið yfir alla helgina en enn ber talsvert á milli. Viðræðum hefur verið frestað til morguns (ruv.is).
Lesa meira
14.03.2014
Bréf skólameistara vegna verkfallsboðunar. Smellið á fyrirsögnina til að lesa bréfið.
Lesa meira
12.03.2014
Smellið á fyrirsögnina til að lesa bréfið.
Lesa meira
10.03.2014
Íslandsmót iðngreina fór fram í síðustu viku. Tveir nemendur kepptu að þessu sinni fyrir hönd skólans. Þetta voru þeir Jónas Bragi Hallgrímsson og Sigurpáll Sindrason. Kepptu þeir í raflögnum og stýringum. Strákarnir stóðu sig með miklum sóma þó ekki hafi þeir unnið til verðlauna í þetta skiptið. Endilega skoðið myndirnar á http://www.va.is/is/skolatorg/myndasafn/islandsmot-idn-og-verkgreina-2014
Lesa meira
07.03.2014
Bréf skólameistara vegna verkfallsboðunar. Smellið á fyrirsögnina til að lesa bréfið.
Lesa meira
07.03.2014
Á fyrsta degi opinna daga fór hópur nemenda í heimsókn inn í fiskiðjuver og mjöl- og lýsisverksmiðju Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Þar tók við hópnum Hákon Viðarsson starfsmannastjóri Síldarvinnslunnar og leiddi hópinn í gegnum verksmiðjur fyrirtækisins. Hópurinn fór meðal annars í gegnum bolfiskvinnslu fiskiðjuversins þar sem unnið var að yfirferð véla og tækja en stefnt er að hefja vinnslu þar eftir nokkurra ára hlé. Einnig fylgdist hópurinn með þar sem verið var að pakka afurðum í vélum og var hópurinn sammála um að sjálfvirknin væri ótrúleg.
Síðan lá leiðin yfir í mjöl- og lýsisverksmiðju fyrirtækisins þar sem gengið var um framleiðslusalina og smakkað á mjöli og síðan tók við hápunktur ferðarinnar þar sem farið var upp á mjöltanka verksmiðjunnar og inn í „skötuna“ og útsýnisins yfir fjörðinn notið þaðan.
Verkmenntaskóli Austurlands þakkar Síldarvinnslunni fyrir höfðinglegar móttökur og fyrir afskaplega skemmtilegan og fróðlegan morgun á athafnasvæði fyrirtækisins.
Lesa meira
06.03.2014
Á morgun, föstudag, verður mikið um að vera í VA. Ýmsir hópar verða í gangi til kl. 11:00 eins og verið hefur síðustu daga. Kl. 11:30 – 12:30 er öllum nemendum skólans boðið í mat í mötuneyti heimavistarinnar. Um kl. 12:20 mun nemendafélag VA sýna ,,Trailer“ úr árshátíðarmyndbandinu. Einnig verða kökur og mjólk í boði sem nemendur í baksturshópunum hafa útbúið.
Árshátíð VA verður svo um kvöldið. Húsið opnar kl. 19:30 og kl. 20:00 hefst borðhald þar sem Auddi og Sveppi verða veislustjórar.
Lesa meira
06.03.2014
Í dag eru margir spennandi hópar og mikið um að vera t.d verður Andrea Ásbjörnsdóttir með fyrirlestur undir yfirskriftinni Hefur þú val? – geðheilbrigði og fíkn.
Lesa meira
05.03.2014
Einn af þeim hópum sem var í boði í dag á opnum dögum var Sushi hópur. Eins og sést á meðfylgjandi mynd þá var mikil gleði í hópum, eins og öðrum hópum í dag. Frábær dagur að baki.
Lesa meira
05.03.2014
Nú er mikið fjör á opnum dögum þar sem hefðbundið skólastarf er brotið upp með hinum ýmsum hópum. Einnig er öskudagur í dag og grunnskólakrakkarnir koma því í heimsókn, syngja og tralla og fá eitthvað gott í gogginn í staðinn. Sjáið myndir í myndasafni.
Lesa meira