Fréttir

Dagur íslenskrar tungu

Dag íslenskrar tungu ber upp á laugardag í ár. Nemendur og starfsfólk VA tóku því smá forskot á sæluna og héldu upp á hann í dag föstudaginn 15. september. Kosið var um fallegasta orðið í VA og munu helstu niðurstöður kosningarinnar birtar í næstu viku. Nokkrir krakkar úr listaakademíunni léku tvö lög og sungu að sjálfsögðu á íslensku. Myndir af degi íslenskrar tungu má nálgast hér.
Lesa meira

Hrekkjavaka!

Munið eftir hrekkjavökunni í kvöld. Allir velkomnir en fjölskyldur nemenda eru sérstaklega hvattar til að mæta (sjá nánar með að smella á fyrirsögn).
Lesa meira

Könnun á líðan nemenda og skólabrag

Sem liður í geðræktarþema heilsueflandi framhaldsskólaverkefnisins verður í nóvember lögð fyrir könnun um líðan og skólabrag fyrir dagskólanemendur Verkmenntaskólans. Könnunin er gerð í gegnum Skólapúlsinn sem framkvæmir samræmda könnun á líðan og skólabrag framhaldsskólanema í nóvember á hverju ári. Könnunin er styrkt af Lýðheilsusjóði og hefur verið þróuð í samstarfi við Landlæknisembættið. Könnunin miðar að því að gera framhaldsskólum mögulegt að meta stöðu og árangur af því þróunarstarfi sem snýr að líðan og skólabrag. Niðurstöður könnunarinnar birtast í nafnlausum samanburði við aðra framhaldsskóla á aðgangi skólans hjá Skólapúlsinum og gefur skólum þar með góða mynd af stöðu sinni á landsvísu og sparar skólum bæði tíma og fyrirhöfn. Frekari upplýsingar má nálgast hér. Upplýsingar til forráðamanna yngri en 18 ára hafa verið sendar í tölvupósti en það bréf má einnig lesa hér. Nemendur fá afhentan miða með aðgangs- og lykilorði. Þeir nemendur sem ekki fá miðann í kennslustundum geta nálgast hann til ritara. Engar persónugreinalegum upplýsingum er safnað. Skólinn fær ekki aðgang að upplýsingum fyrr en 80% svarhlutfalli úrtaksins hafi verið náð því annað getur gefið skakka mynd af nemendahópnum. Það er gríðarlega mikilvægt að sem flestir taki þátt. Upplýsingarnar verða notaðar til að vinna að bættri þjónustu skólans við nemendur.
Lesa meira

Velheppnuð menningarferð

Síðastliðna helgi fóru 32 nemendur, ásamt skólameistara og félagslífsfulltrúa, norður í menningarferð NIVA. Ferðin hófst á heimsókn í Framhaldsskólann á Húsavík þar sem vel var tekið á móti hópnum. Ferðalangar fengu kynningu á skólanum og keppt var í ýmsum keppnisgreinum, haldin kvöldvaka og farið á Hvalasafnið. Verkmenntaskólinn hyggst endurgjalda greiðann og hefur boðið Húsvíkingum í heimsókn í vor. Á laugardeginum var haldið til Akureyrar þar sem ýmislegt skemmtilegt var á dagskrá svo sem lazer-tag, bíó, skautar, heimsóknir á söfn og svo fór hópurinn út að borða. Ferðin var vel heppnuð í alla staði og sérstaklega ánægjulegt að allir nemendur blésu í áfengismæli bæði kvöldin og sýndu þannig að þau væru allsgáð. Allur hópurinn er því kominn í edrúpottinn sem dregið verður úr á næstu dögum. Fyrirmyndarhópur sem er sér og skólanum sínum til sóma.
Lesa meira

VA gegn einelti

Dagurinn 8.nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti. Af því tilefni tóku starfsmenn og nemendur Verkmenntaskólans höndum saman og sýndu samstöðu á táknrænan hátt með því að umvefja skólann sinn. Í skólanum er hvorki einelti né annað ofbeldi liðið og eru allir hvattir til að skipta sér af, koma til hjálpar og láta vita verði þeir vitni að slíku. Frekari upplýsingar má sjá á www.gegneinelti.is (sjá nánar með að smella á fyrirsögn).
Lesa meira

Hrekkjavaka!

Hrekkjavaka 14.nóv (sjá nánar með að smella á fyrirsögn).
Lesa meira

Dagur gegn einelti - 8. nóvember ár hvert.

Verkefnastjórn um aðgerðir gegn einelti hefur ákveðið að helga 8. nóvember ár hvert baráttunni gegn einelti. Slíkur baráttudagur var fyrst haldinn árið 2011 og markmiðið með deginum er og var að vekja sérstaka athygli á málefninu. Undirritun fulltrúa félaga, samtaka og opinberra stofnana á þjóðarsáttmála gegn einelti var þar einn liður. Sáttmálinn er einnig grunnur að frekari vinnu, við hann má bæta og miða í þeim efnum við þarfir þeirra fjölmörgu félaga, samtaka og stofnanna er undirrituð sáttmálann í Höfða í fyrra. Sáttmálan má því útfæra enn frekar með undirmarkmiðum og fjölbreyttum verkefnum.
Lesa meira

Könnun á upplifun nýnema á viðburðum í nýnemaviku VA

Í kjölfarið á nýnemavikunni lagði skólinn rafræna, nafnlausa könnun fyrir nýnema sem ætlað var að kanna upplifun þeirra á viðburðum vikunnar (sjá nánar með að smella á fyrirsögn).
Lesa meira

Vetrarfrí

Í dag föstudag og á mánudaginn verður vetrarfrí í skólanum.
Lesa meira

Forsetaheimsókn

Í morgun komu forsetahjónin í heimsókn í VA. Fóru þau ásamt fylgdarliði um húsakynni skólans og heimsóttu kennslustundir. Heimsóknin endaði svo á því að forsetinn ræddi við nemendur um þróun menntunar o.fl. í fyrirlestrarstofu skólans. Myndirnar tala sínu máli. þær eru komnar í myndasafnið hér á síðunni. http://www.va.is/is/skolatorg/myndasafn/heimsokn-forseta-islands-2013
Lesa meira