Fréttir

Skólafundur næstkomandi þriðjudag

Þriðjudaginn 21. janúar verður haldinn skólafundur samkvæmt skóladagatali. Fundurinn verður settur kl.10:30 í stofu 1 og stendur til kl.11:35. Skólasóknarreglurnar eru til umræðu að þessu sinni. Á fundinn eru boðaðir allir starfsmenn og nemendur skólans. Skólameistari
Lesa meira

VA vann MS

VA vann MS 20-18 í fyrstu umferð í Gettu betur. Um mjög spennandi keppni var að ræða þar sem MS leiddi 16-14 eftir hraðaspurningar. Liðið okkar er nú komið í 16 liða úrslit.
Lesa meira

Nemendur unnu kennara

Í hádeginu í dag fór fram keppni milli liðs VA, í Gettu betur, og liðs kennara. Þrátt fyrir góð tilþrif hjá kennaraliðinu þá unnu nemendur 31 - 16. Eins og kunnugt er mætir VA liði MS á morgun kl. 13:00 á RÁS 2. Lið VA skipa þau Katrín Hulda Gunnarsdóttir, Smári Björn Gunnarsson og Sigrún Hilmarsdóttir.
Lesa meira

VA mætir MS kl.13 á laugardaginn. En fyrst verður lið kennara tekið í bakaríið.

Á morgun, föstudag, kl.12:15 mætir gettu betur lið VA liði kennara. Keppnin fer fram í stofu 1. Næstkomandi laugardag kl.13:00 mætir VA svo liði Menntaskólans við Sund. Keppninni er útvarpað á Rás 2. Annars er dagskrá fyrstu umferðar eftirfarandi: lau 11.janúar 13:00 Verkmenntaskóli Austurlands og Menntaskólinn við Sund 13:30 Verzlunarskóli Íslands og Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 14:00 Fjölbrautaskóli Snæfellinga og Landbúnaðarh., Búfræðideild 14:30 Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ og Fjölbrautaskóli Norðurl.Vestra sun 12.janúar 13:00 Borgarholtsskóli og Flensborgarskólinn í Hafnarfirð 13:30 Menntaskólinn í Kópavogi og Frhaldssk. Í Vestmannaeyjum 14:00 Tækniskólinn og Fjölbrautaskóli Suðurlands 14:30 Iðnskólinn Hafnarfirði og Menntaskólinn á Ísafirði laug 18.janúar 13:00 Fjölbrautaskólinn í Garðabæjar og Menntaskólinn að Laugarvatni 13:30 Menntaskólinn í Reykjavík og Fjölbrautaskólinn við Ármúla 14:00 Menntaskólinn við Hamrahlíð og Framhaldsskólinn á Húsavík 14:30 Menntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn á Tröllaskaga sun 19.janúar 13:00 Menntaskóli Borgarfjarðar og Framhaldss.í A Skaftafellssýslu 13:30 Fjölbrautaskóli Suðurnesja og Menntaskólinn á Egilsstöðum 14:00 Kvennaskólinn í Reykjavík og Fjölbrautas.Vesturl. á Akranesi
Lesa meira

Hraðtafla og töflubreytingar

Þriðjudaginn 7. janúar verður kennt eftir hraðtöflu. Áætlaðar eru 30 mínútur fyrir hvern tíma. Í lok dags hitta nemendur umsjónarkennara sína. Ef nemendur þurfa að gera breytingar á stundatöflu sinni þá er nauðsynlegt að vera búin/n að skoða stokkatöfluna og hvenær áfangarnir eru kenndir.
Lesa meira

Upphaf vorannar

Skóli hefst þriðjudaginn 7.janúar. Þennan fyrsta skóladag verður kennt samkvæmt hraðtöflu. Taflan kemur inn á heimasíðuna á mánudaginn en nemendur geta einnig nálgast hana hjá ritara. Rútuferðir eru samkvæmt áætlun Fjarðabyggðar. Opnað verður fyrir stundatöflur í Innu á mánudagsmorguninn. Heimavistin opnar á mánudaginn og verða skólameistari og heimavistarstjóri með fund með heimavistarbúum í kvöldmatartímanum kl.18 -19. Mötuneytið opnar á miðvikudaginn fyrir aðra en heimavistarbúa. Mikilvægt er að nemendur skrái sig í mat hjá ritara á þriðjudaginn. Endilega hafið samband við skrifstofu skólans ef frekari upplýsinga er þörf.
Lesa meira

Skrifstofan opnar föstudaginn 3. janúar kl.10:00 og kennsla hefst þriðudaginn 7. janúar

Nánari upplýsingar koma þegar nær dregur upphafi vorannar.
Lesa meira

Knapamerkjanámskeið

Hestamannafélagið Blær og Verkmenntaskóli Austurlands munu standa fyrir námskeiði í knapamerkjum 1 og 2 á vorönn 2014. Kennari verður Ragnheiður Samúelsdóttir og verður kennt í nokkrum helgarlotum, frá föstudegi til sunnudags. Námið er bæði bóklegt og verklegt og lýkur með prófi, nánari upplýsingar má sjá á www.knapamerki.is.
Lesa meira

VA mætir Menntaskólanum við Sund

Dregið hefur verið í viðureignir fyrir fyrri umferð Gettu betur á Rás 2 sem fram fer í janúar. Þrjátíu skólar sóttu um að taka þátt í keppninni sem verður undir stjórn Björns Braga Arnarsonar, nýs spyrils í Gettu betur. Fimmtán viðureignir verða í fyrri umferð á Rás 2 en 8 sigurlið fara áfram í sjónvarpshluta keppninnar sem hefst föstudaginn 31.janúar. Þau Steinþór Helgi Arnsteinsson og Margrét Erla Maack nýjir spurningahöfundar og dómarar í Gettu betur og fulltrúar nemenda í stýrihópi, Birna Ketilsdóttir Schram, MR og Úlfar Viktorsson úr Kvennaskólanum mættu í Síðdegisútvarpið á Rás 2 og drógu með hefðbundnum hætti í viðureignir í fyrri umferð keppninnar á Rás 2 sem hefst laugardaginn 11.janúar. Drátturinn fór sem hér segir: Fyrri umferð á Rás 2 lau 11.janúar 13:00 Verkmenntaskóli Austurlands og Menntaskólinn við Sund 13:30 Verzlunarskóli Íslands og Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 14:00 Fjölbrautaskóli Snæfellinga og Landbúnaðarh., Búfræðideild 14:30 Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ og Fjölbrautaskóli Norðurl.Vestra sun 12.janúar 13:00 Borgarholtsskóli og Flensborgarskólinn í Hafnarfirð 13:30 Menntaskólinn í Kópavogi og Frhaldssk. Í Vestmannaeyjum 14:00 Tækniskólinn og Fjölbrautaskóli Suðurlands 14:30 Iðnskólinn Hafnarfirði og Menntaskólinn á Ísafirði laug 18.janúar 13:00 Fjölbrautaskólinn í Garðabæjar og Menntaskólinn að Laugarvatni 13:30 Menntaskólinn í Reykjavík og Fjölbrautaskólinn við Ármúla 14:00 Menntaskólinn við Hamrahlíð og Framhaldsskólinn á Húsavík 14:30 Menntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn á Tröllaskaga sun 19.janúar 13:00 Menntaskóli Borgarfjarðar og Framhaldss.í A Skaftafellssýslu 13:30 Fjölbrautaskóli Suðurnesja og Menntaskólinn á Egilsstöðum 14:00 Kvennaskólinn í Reykjavík og Fjölbrautas.Vesturl. á Akranesi
Lesa meira