06.03.2014
Á morgun, föstudag, verður mikið um að vera í VA. Ýmsir hópar verða í gangi til kl. 11:00 eins og verið hefur síðustu daga. Kl. 11:30 – 12:30 er öllum nemendum skólans boðið í mat í mötuneyti heimavistarinnar. Um kl. 12:20 mun nemendafélag VA sýna ,,Trailer“ úr árshátíðarmyndbandinu. Einnig verða kökur og mjólk í boði sem nemendur í baksturshópunum hafa útbúið.
Árshátíð VA verður svo um kvöldið. Húsið opnar kl. 19:30 og kl. 20:00 hefst borðhald þar sem Auddi og Sveppi verða veislustjórar.
Lesa meira
06.03.2014
Í dag eru margir spennandi hópar og mikið um að vera t.d verður Andrea Ásbjörnsdóttir með fyrirlestur undir yfirskriftinni Hefur þú val? – geðheilbrigði og fíkn.
Lesa meira
05.03.2014
Einn af þeim hópum sem var í boði í dag á opnum dögum var Sushi hópur. Eins og sést á meðfylgjandi mynd þá var mikil gleði í hópum, eins og öðrum hópum í dag. Frábær dagur að baki.
Lesa meira
05.03.2014
Nú er mikið fjör á opnum dögum þar sem hefðbundið skólastarf er brotið upp með hinum ýmsum hópum. Einnig er öskudagur í dag og grunnskólakrakkarnir koma því í heimsókn, syngja og tralla og fá eitthvað gott í gogginn í staðinn. Sjáið myndir í myndasafni.
Lesa meira
04.03.2014
Næstu þrjá daga verða opnir dagar í VA. Hefðbundið skólastarf verður þá brotið upp og nemendur fara í ýmsa hópa sem þeir hafa valið sér. Alla dagana verður hópastarf frá kl.8:30 til kl. 11:00, matur frá kl.11:30-kl. 12:30 og hópastarf frá kl.12:30 – kl. 14:00.
Lesa meira
03.03.2014
Fimm nemendur fengu námsstyrk í málm- og rafiðngreinum fyrir góðan námsárangur frá Samfélagssjóði Alcoa í Bandaríkjunum, Háskólans í Reykjavík, Verkmenntaskóla Austurlands og Austurbrúar.
Syrkhafar eru: Jónas Bragi Hallgrímsson, Lazar Nikolic, Þórarinn Elí Helgason, Guðbjartur Freyr Gunnarsson, Stefán Bragi Birgisson
Lesa meira
28.02.2014
Smellið á fyrirsögnina til að lesa bréfið.
Lesa meira
28.02.2014
Nemendur í 10. bekk í grunnskólum Fjarðabyggðar, Djúpavogs og Breiðdalsvíkur heimsóttu VA í gær. Fengu þau kynningu á skólanum hjá námsráðgjafa og áfangastjóra. Einnig kynntu nemendafélagið, leikfélagið og íþróttaakademían starfsemi sína. Krakkarnir fóru svo í heimsókn í kennslustundir í verk- og bóknámi í fylgd með útskriftarnemendum. Að lokum fóru svo allir að sjá Litlu hryllingsbúðina í Egilsbúð. VA þakkar þessum góðu gestum kærlega fyrir komuna.
Lesa meira
26.02.2014
Fræðsluþing Vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum var haldið í Nesskóla í gær. Til stóð að halda þingið í VA en upp kom það jákvæða vandamál að mikið fleiri skráðu sig en reiknað var með og var því aðstaða VA til að hýsa þennan viðburð löngu sprungin. Alls mættu 120 manns og kom það fram hjá fyrirlesurum að þetta væri best sótta fræðsluþingið á landsbyggðinni. Þingið var haldið á Reyðarfirði í haust og því er þetta í annað sinn sem það er haldið í Fjarðabyggð. Ekki stóð til að halda þingið aftur í Fjarðabyggð en vegna frumkvæðis VA var það gert og miðað við mætingu var full þörf á því.
Lesa meira
25.02.2014
Nú eru tvær sýningar að baki á Litlu hryllingsbúðinni. Sýningarnar hafa fengið mjög góða dóma hjá áhorfendum m.a. á samskiptamiðlum. Sex sýningar eru eftir og sú næsta er á morgun, miðvikudag, kl. 20:00. Er fólk hvatt til að tryggja sér miða í tíma - sjá nánar meðfylgjandi auglýsingu.
Lesa meira